Slitgigt er algengasta tegund gigtar. Slit í stoðkerfinu er eðlilegur fylgikvilli hækkandi aldurs, en slitgigt telst snemmbúin brjóskeyðing og er óafturkræfur, krónískur sjúkdómur. Slitgigt getur greinst í öllum liðum, en er algengust í höndum, hnjám, mjöðmum og baki.
Athugið að einkenni slitgigtar skarast við mörg önnur stoðkerfisvandamál, og hana greina bæklunarlæknar með góðri skoðun, prófunum og með stuðningi myndgreiningar.
Í ljósi langra biðlista eftir liðskiptaaðgerðum er enn mikilvægara en áður að þú leitir þér aðstoðar sjúkraþjálfara við að halda heilsu og halda lífsgæðum sem verða má. Fórnarkostnaður langrar biðar er minnkaður árangur aðgerðar þegar að henni kemur, auk lækkaðra lífsgæða á meðan á biðinni stendur. Ekki bíða með að leita þér aðstoðar!
Í þessu felst meðal annars notkun spelka / teipinga, sprautur, tímabundin upplýst og ábyrg notkun lyfja í samráði við lækni (sjá umfjöllun Helga Jónssonar, gigtarlæknis á heimasíðu Gigtarfélags Íslands hér ) lækkun á líkamsþyngdarsstuðli (þegar hækkun á honum á við), og ekki síst sérsniðin og persónuleg æfingaáætlun sem hentar þér og ágerir ekki verkjum.
Til að einfalda skrefin og auðvelda ástundun er gott að vita sitthvað um undirbúning, ferlið og eftirleikinn. Við hjálpum þér alla leið.
Ekki þarf beiðni frá lækni fyrir fyrstu sex meðferðartímunum. Ef um lengri meðferð er að ræða þarf beiðni frá lækni.
Undirbúningur er mikilvægur. Í upphafi spáum við vel í spilin með þér og finnum síðan bestu leiðina að bata.
Meðferðin fer svo fram í samstarfi við sjúkraþjálfara Gáska. Þar ert þú númer eitt.
Öllu máli skiptir að endurhæfingin þín gangi vel. Við fylgjumst með þér allan tímann fram að útskrift. Og við fylgjum þér eftir.
Hafðu samband við okkur hjá Gáska og við finnum rétta farveginn með þér. Þú getur sent okkur tölvupóst eða hringt í okkur í síma 568 9009
Hér getur þú leitað upplýsinga um stöðu COVID-19 og viðbrögð Gáska sjúkraþjálfunar á hverjum tíma.
Frá árinu 1988 hefur markmiðið verið að styðja, efla og leiðbeina skjólstæðingum til betra lífs.
Ef þú vilt að bóka nýjan tíma, hringdu í okkur í síma 568 9009