Gáski physiotherapy: 568 9009 • Þönglabakka 1, 109 Reykjavík • Bolholti 8, 105 Reykjavík • afgreidsla@gaski.is
Svið meðferðar: Sjúkraþjálfun

Háls/höfuðverkir

Af hvaða toga er þinn háls/höfuðverkur?…

Stoðkerfisverkir í hálsi/höfði tengdir líkamsstöðu

Today, so many activities require the use of screens, and it’s a challenge for everyone to avoid the harmful effects of excessive screen use on the musculoskeletal system. Our body is designed for movement, not to be static. We maintain health in the musculoskeletal system with suitable, regular exercise during the day, and long term. To find ways to integrate this need for movement with voluntary, or work-related screen use, is a challenge for many.

Hjá okkur færðu einkennamerð og heildræna nálgun á það hvernig má halda heilsu þrátt fyrir þessa áskorun. Í þessu felst fræðsla, sérhönnuð persónuleg æfingaáætlun, teygjur og góðar daglegar venjur sem spyrna við óæskilegum áhrifum skjánotkunar.

 

Verkir í kjölfar “Svipuhöggsáverka” (“whiplash”)

Flestir ná sér á nokkrum vikum með verkjaminnkandi aðferðum, meðferðarúrræðum sjúkraþjálfara og æfingum. Sumum nægir tímabundin notkun “ekki lyfseðilsskyldra” verkjalyfja og heimaremedíur - aðrir flýta fyrir bata sínum og auka hann með meðferð hjá sjúkraþjálfara.  Minnihluti skjólstæðinga með þessa áverka hlýtur varanlega verkjatilhneigingu og breytta starfræna færni í hálsi eftir þessa skaða.

Við mælum með að þú leitir læknis og í kjölfarið sjúkraþjálfara ef þú hefur einkenni svipuhöggsskaða eftir utanaðkomandi átak eins og aftanákeyrslu eða aðra tegund samstuðs:

  • Hálsverkir, -stífleiki
  • Hálsverkir, -stífleiki sem versnar við hreyfingu á hálsi
  • Minnkað hreyfiútslag í hálsi
  • Höfuðverkur sem oft byrjar á hnakkasvæði
  • Viðkvæmni eða verkir í öxl(um), efra baki eða handlegg(jum)
  • Breytt skyn / dofi í handlegg(jum)
  • Ofþreyta
  • Svimaeinkenni

 

Aðrar hálstognanir en svipuhöggsáverkar (“whiplash)

Hvað getur þú gert til að skapa rými til gróanda?  Hvað ber að forðast? Hvernig sérð þú til þess að þú náir sem fyrst bata? Þetta er meðal þess sem þið sjúkraþjálfarinn ræðið -  þið vinnið saman að meðferð til aukins gróanda / verkjaminnkunar. Þetta felur m.a. í sér kennslu æfinga í forvarnarskyni og til að ýta undir bata. Hún fer jafnt fram í tækjasal Gáska og i framhaldinu þar sem þú vilt / ert vanur/vön að gera æfingar.

 

Slit / Gigtarsjúkdómar í hálsi

Slit í hálshrygg (cervical spondylosis) lýsir sér, eins og slit annars staðar í hryggnum, með lækkuðu liðbili og aukinni brjóskeyðingu á liðflötum. Þetta getur valdið nabbamyndun og breyttum liðflötum / óstöðugleika hryggjarliða sem geta þá þrengt að taugarótunum á leið sinni út úr mænugöngunum. Þrenging að mænurót getur valdið leiðandi verkjum/ breyttu skyni / dofa út í handlegg(i).

Í samstarfi við sjúkraþjálfara lærir þú leiðir til að minnka álag á hálshrygg. Hér er lykilatriði að kunna hvað ágerir einkennum þínum og hvernig þú getur spyrnt við frekara sliti. Aðferðir til að minnka áhrif óæskilegrar skjánotkunar, leiðréttingu á líkamsstöðu og æfingar til aukins kyrrstöðustyrks (sjá hlekk á umfjöllun um stöðugleikaæfingar hér), hafa nýst fólki í þinni stöðu vel sem hafa náð betri líðan þrátt fyrir slit í hálsi. Þetta gerum við með þér.

 

Hryggþófaraskanir / Brjósklos í hálsi

Hryggþófi kallast mjúkur diskur sem liggur milli hryggjarliða og virkar sem höggdemprari í hryggnum.  Yst afmkarðar hryggþófann himna, við tekur svo lagskiptur trefjaríkur liðþófinn inn á við að miðlægum kjarna sem er úr mýkra efni en lögin hið ytra. Þegar rifa eða skemmd verður á hryggþófanum greinist stundum ástand sem lýsir sér með útbungun á mjúku efni hryggþófans (protrusion) eða rofi á ystu himnu hryggþófans. Rofið leyfir þá mjúka efninu að gúlpast út í taugarótarbilið milli hryggjarliðanna (prolaps). Hið síðarnefnda kallast í daglegu tali brjósklos sem veldur oftar en ekki ertingu á taugarót.

Sjálft orðið gefur okkur flestum óþægindatilfinningu, enda oft á tíðum um sársaukafullla og langa leið að bata að ræða, hvort sem framkvæmd er aðgerð eður ei.

Sjúkraþjálfarinn er þér félagi í þessari vegferð. Þar kemur hvatning, væntingastýring, markmiðasetning, áfangasigrar, og fræðsla sterk inn.  Meðferðarúrræði í sjúkraþjálfun gefa þér leiðir til einkennaléttis sem aftur gefur aukinn meðbyr til að tækla þetta verkefni.

Að hefja sjúkraþjálfun

Til að einfalda skrefin og auðvelda ástundun er gott að vita sitthvað um undirbúning, ferlið og eftirleikinn. Við hjálpum þér alla leið.

1. Beiðni frá lækni?

Ekki þarf beiðni frá lækni fyrir fyrstu sex meðferðartímunum. Ef um lengri meðferð er að ræða þarf beiðni frá lækni.

2. Skoðun sjúkraþjálfara

Undirbúningur er mikilvægur. Í upphafi spáum við vel í spilin með þér og finnum síðan bestu leiðina að bata.

Meðferð/endurhæfing

Meðferðin fer svo fram í samstarfi við sjúkraþjálfara Gáska. Þar ert þú númer eitt.

Útskrift

Öllu máli skiptir að endurhæfingin þín gangi vel. Við fylgjumst með þér allan tímann fram að útskrift. Og við fylgjum þér eftir.

Hafðu samband við okkur hjá Gáska og við finnum rétta farveginn með þér. Þú getur sent okkur tölvupóst eða hringt í okkur í síma 568 9009

Fáðu aðstoð!

Móttökuritarinn okkar, hún Björg getur gefið hagnýtar upplýsingar varðandi tímabókun.
568 9009
en_GB

Skrá á biðlista?

Þarftu afbóka tíma?

Ef þú vilt að bóka nýjan tíma, hringdu í okkur í síma 568 9009

Do you want to book a call?