Gáski physiotherapy: 568 9009 • Þönglabakka 1, 109 Reykjavík • Bolholti 8, 105 Reykjavík • afgreidsla@gaski.is
Svið meðferðar: Sjúkraþjálfun

Bakverkir

Bakverkir eru algengir og lýjandi – fáðu upplýsingar um hvað er til ráða!…

Bakverkir

Við mælum með að þú leitir læknis og í kjölfarið sjúkraþjálfunar ef eitthvað eftirtalinna á við:

  • Bakverkir/einkenni vara lengur en nokkrar vikur
  • Bakverkir/einkenni skána ekki þrátt fyrir hvíld
  • Bakverkir/einkennii liggja úr baki niður í fótlegg(i), sér í lagi ef þeir ná niður fyrir hné
  • Bakverkir/einkenni valda styrkminnkun, trufluðu skyni eða dofa í öðrum/báðum fótleggjum
  • Bakverkjum fylgir skyndilegt þyngdartap

 

Örsjaldan gefa bakverkir til kynna alvarlegan heilsubrest þar sem ástæða er til að leita umsvifalaust læknis, eins og í þessum tilfellum

  • Truflun á þvagláti / hægðum
  • Þeim fylgir hiti
  • Koma kjölfar höggs / falls / slyss

 

Oft jöfnum við okkur á verkjaskoti í bakið án aðkomu meðferðaraðila innan mánaðar. Bakverkir geta hins vegar verið á breiðu rófi alvarleika og verkjaástands. Margir upplifa sveiflukennda verkjatilhneigingu í nokkra mánuði í senn en minnihluti upplifir viðvarandi bakverki á háu stigi.  Almenn tilmæli okkar við bakverkjum utan ofantalinnar skilgreiningar eru að skapa rými fyrir gróanda með því að;

  • taka hvíld frá hreyfingum sem ágera verknum, en að hætta ekki líkamlegri virkni við hræðslu við sársauka.
  • tímabundin og upplýst og ábyrgðarfull notkun lyfja í samráði við lækni getur hjálpað gróanda, sér í lagi þegar hún er notuð til að viðhalda góðu svefnmynstri.
  • fáðu aðstoð sjúkraþjálfara við að komast að því hvað veldur verknum og hefjast handa við fyrirbyggjandi aðgerðir.

 

Tilfallandi tognun

Hvað getur þú gert til að skapa rými til gróanda?  Hvað ber að forðast? Hvernig sérð þú til þess að þú náir sem fyrst bata? Þetta er meðal þess sem þið sjúkraþjálfarinn ræðið -  þið vinnið saman að meðferð til aukins gróanda / verkjaminnkunar. Þetta felur m.a. í sér kennslu æfinga í forvarnarskyni og til að ýta undir bata. Hún fer jafnt fram í tækjasal Gáska og i framhaldinu þar sem þú vilt / ert vanur/vön að gera æfingar.

 

Endurtekin versnandi verkjaköst

Starfar þú sitjandi? Getur þú mögulega létt á daglegu álagi á bakinu þínu með betri hreyfilausnum? Hvar er mesta rýmið til framfara?

Það er oft erfitt að kortleggja hvernig daglegt amstur og hreyfimynstur veldur álagi í stoðkerfinu og gott að hafa kunnugan félaga til að átta sig á því hvar maður getur farið betur með sig. Þetta er meðal þess sem þið sjúkraþjálfarinn vinnið að, sem oft er besta forvörnin gagnvart álagseinkennum í baki.  Auk þess gerið þið saman æfingar og farið gegnum einkennameðferð sem hjálpa þér að byggja upp bakið þitt og vinna gegn verkjatilhneigingu til lengri tíma.

 

Hryggþófaraskanir / Brjósklos

Hryggþófi kallast mjúkur diskur sem liggur milli hryggjarliða og virkar sem höggdemprari í hryggnum.  Yst afmarkar hryggþófann himna, við tekur svo lagskiptur trefjaríkur liðþófinn inn á við að miðlægum kjarna sem er úr mýkra efni en lögin hið ytra. Þegar rifa eða skemmd verður á hryggþófanum greinist stundum ástand sem lýsir sér með útbungun á mjúku efni hryggþófans (protrusion) eða rofi á ystu himnu hryggþófans. Rofið leyfir þá mjúka efninu að gúlpast út í taugarótarbilið milli hryggjarliðanna (prolaps). Hið síðarnefnda kallast í daglegu tali brjósklos sem veldur oftar en ekki ertingu á taugarót.

Sjálft orðið gefur okkur flestum óþægindatilfinningu, enda stundum um sársaukafullla og langa leið að bata að ræða, hvort sem framkvæmd er aðgerð eður ei.

Sjúkraþjálfarinn er þér félagi í þessari vegferð. Þar kemur hvatning, væntingastýring, markmiðasetning, áfangasigrar, og fræðsla sterk inn.  Meðferðarúrræði í sjúkraþjálfun gefa þér leiðir til einkennaléttis sem aftur gefur aukinn meðbyr til að tækla þetta verkefni.

 

Bakverkir sökum slits / gigtarsjúkdóma

Með hækkandi aldri og auknum kröfum á stoðkerfið (í formi kyrrstöðu eða hreyfinga) eykst slit í liðum. Stundum valda gigtarsjúkdómar eða aðrir sjálfsofnæmissjúkdómar aukinni brjóskeyðingu, lækkuðu liðbili, nabbamyndun og/eða breyttu formi liðflata. Eins auknu óæskilegu skrölti (óstöðugleika) milli hryggjarliða. Allt getur þetta valdið okkur einkennum eins og sársauka, stífleika, taugaeinkennum ofl. Slit á liðum er óafturkræft ástand. Sem betur fer eru “bróðir” beinanna í stoðkerfinu, vöðvarnir, mótanlegir til okkar dauðadags, og flestir eiga inni bætta líðan með fókus á uppbyggingu/teygjum sem eru sérvaldar fyrir þig af stoðkerfissérfræðingum (sjúkraþjálfurum).

Með hefðbundinni einkennameðferð í samstarfi við sjúkraþjálfara þar sem þið finnið út hvaða “lykilblöndu” af æfingum, teygjum, og daglegum venjum sem henta þér nærðu auknum bata.

 

Óstöðugleiki í hrygg / stoðkerfi

Þessi vágestur í stoðkerfinu felur í stuttu máli í sér aukna óæskilega hreyfingu á liðum, eða óæskilega aukið hreyfiútslag í liðum (“ofhreyfanleiki”).  Óstöðugleiki getur einn og sér verið orsakavaldur einkenna, eða fylgikvilli annarra kvilla sem t.d. er fjallað um hér að ofan. Þetta gerir aðferðir/æfingar til að auka stöðugleika í stoðkerfinu hvað hagkvæmastar af öllum meðferðarúrræðum við breiðri flóru bak/stoðkerfisverkja.

Hvernig eykurðu “miðjustyrkinn” þinn - djúpa vöðvakerfið sem stuðlar að betri líkamsstöðu og minnkar óstöðugleika?

Hér er lykilatriði að fá góða kennslu í æfingum sem auka stöðugleika og að safna sér samfellds tímabils þar sem æfingarnar eru stundaðar reglulega. Hver er þín leið til þess?

Um er að ræða æfingar sem auka kyrrstöðustyrk, þ.e.a.s. vinnu sem bremsar af óæskilega stöðu/hreyfingu á liðum. Þetta eru í daglegu tali kallaðar stöðugleikaæfingar, “core” æfingar, eða miðjustyrksæfingar.

Með hjálp sjúkraþjálfara kemst þú af stað í að geta gert þessar æfingar rétt, æfingar sem hjálpar okkur að standa, sitja og lyfta rétt. Þannig minnkar þú verkjatilhneigingu þína og spyrnir við frekara sliti til lengri tíma.

Að hefja sjúkraþjálfun

Til að einfalda skrefin og auðvelda ástundun er gott að vita sitthvað um undirbúning, ferlið og eftirleikinn. Við hjálpum þér alla leið.

1. Beiðni frá lækni?

Ekki þarf beiðni frá lækni fyrir fyrstu sex meðferðartímunum. Ef um lengri meðferð er að ræða þarf beiðni frá lækni.

2. Skoðun sjúkraþjálfara

Undirbúningur er mikilvægur. Í upphafi spáum við vel í spilin með þér og finnum síðan bestu leiðina að bata.

Meðferð/endurhæfing

Meðferðin fer svo fram í samstarfi við sjúkraþjálfara Gáska. Þar ert þú númer eitt.

Útskrift

Öllu máli skiptir að endurhæfingin þín gangi vel. Við fylgjumst með þér allan tímann fram að útskrift. Og við fylgjum þér eftir.

Hafðu samband við okkur hjá Gáska og við finnum rétta farveginn með þér. Þú getur sent okkur tölvupóst eða hringt í okkur í síma 568 9009

Fáðu aðstoð!

Móttökuritarinn okkar, hún Björg getur gefið hagnýtar upplýsingar varðandi tímabókun.
568 9009
en_GB

Skrá á biðlista?

Þarftu afbóka tíma?

Ef þú vilt að bóka nýjan tíma, hringdu í okkur í síma 568 9009

Do you want to book a call?