Hjá Gáska starfa sérhæfðir sjúkraþjálfarar í axlarmeðferðum, og í Bolholtinu er sérhönnuð æfingamiðstöð fyrir skjólstæðinga sem eru að vinna í að ná betri heilsu í öxlum.
Axlarmein eru meðal algengari álagseinkenna sem leitað er til sjúkraþjálfara vegna. Þar ber einna helst á góma bólgur í axlarsinum (“tendinitis”). Þessar bólgur geta verið tilkomnar vegna “impingement einkenna” - sem er álagsmein í sinum út frá klemmu / þrengslum á stóru axlarsininni.
Þessi þrengsl geta m.a. verið vegna meðfæddrar stöðu á axlargrind, misvægis í vöðvastyrk kringum öxlina eða ofnotkun tengt sumum íþrótta- eða atvinnugreinum.
Ef leitað er til sjúkraþjálfara snemma í ferlinu aukast líkurnar á að meðferð hjá sjúkraþjálfara dugi til ná bata. Meðferð miðast þá við að auka gróanda og leiðrétta misvægi í vöðvastyrk kringum öxlina með sérhæfðum æfingum.
Ef ástandið er langt gengið getur verið gagnlegt að fá segulómskoðun af mjúkvefjum axla til að fá skýrari mynd af umfangi vandans. Beiðni um myndgreiningarrannsókn þarf að koma frá lækni. Venjulega vísa heimilislæknar og bæklunarsérfræðingar skjólstæðingi í meðferð hjá sjúkraþjálfara fyrst til að freista þess að komast hjá liðspeglun eða öðrum aðgerðum. - Stundum er þó liðspeglunin metin skásta meðferðarúrræðið í stöðunni. Ef gerð er algeng, hefðbundin “decompressio” aðgerð með speglum er venjulega fræst af beinum í axlargrind til að búa til meira rými fyrir sinina, auk þess sem kalk er hreinsað úr henni.
Í kjölfarið er svo vísað til sjúkraþjálfara til að tryggja æskilegan gróanda og rétta endurhæfingu til að byggja upp svæðið og minnka líkurnar á að allt leiti í sama farið.
Ragnar Hermannsson works at Gáski, and for the past 20 years he has worked almost exclusively in helping people overcome their shoulder problems. He has also held numerous in-house courses and has ensured that physiotherapists at Gáski are on the front line when it comes to tackling shoulder problems.
Sérstaða axlarinnar í stoðkerfinu felst vafalítið í miklum liðleika og flóknum vinklum sem hægt er að nota axlarliðinn í. Með þessum mikla liðleika mjúkvefjanna fylgir áhættan að þeir geta dregist saman og stífnað þegar eitthvað bjátar á. Stundum sjáum við liðpokann í öxlinni skreppa saman í kjölfar slysa eða aðgerða, en stundum gerist þetta óútskýrt og kallast stundum “frosin öxl”.
Þetta ástand getur verið mjög hvimleitt. Því geta fylgt miklir verkir, auk þess sem starfræn geta axlarinnar getur orðið mjög lítil þegar liðferlar skerðast.
Í þessum tilfellum hefur reynst gríðarlega gott að starfa með sjúkraþjálfara í endurhæfingu til að stytta endurhæfingartíma og spyrna við verkjatilhneigingu.
Aðgerð minnkar ekki gagnsemi aðkomu sjúkraþjálfara að endurhæfingu þinni. Hún felst í sérsniðinni æfingaáætlun fyrir þig í sérsniðnu æfingaumhverfi. Þú hittir aðra skjólstæðinga í svipuðu verkefni auk þess sem þú hlýtur hnitmiðaða gróandameðferð sem styttir endurhæfingartímann til muna.
Hvort sem þú hefur gengist undir aðgerð eður ei geta sjúkraþjálfarar okkar kennt þér öfluga æfingameðferð til að auka stöðugleika axlarinnar. Æfingarnar auka starfræna getu axlar - undir þröskuldi einkenna og óþæginda- á leið þinni að bata í öxlinni. Hér er gott að njóta samvista sérfróðs félaga í þessu langhlaupi. Enn betra er að njóta félagsskap annarra sem eru í sama verkefni og þú til að skiptast á reynslusögum og trixum
Til að einfalda skrefin og auðvelda ástundun er gott að vita sitthvað um undirbúning, ferlið og eftirleikinn. Við hjálpum þér alla leið.
Ekki þarf beiðni frá lækni fyrir fyrstu sex meðferðartímunum. Ef um lengri meðferð er að ræða þarf beiðni frá lækni.
Undirbúningur er mikilvægur. Í upphafi spáum við vel í spilin með þér og finnum síðan bestu leiðina að bata.
Meðferðin fer svo fram í samstarfi við sjúkraþjálfara Gáska. Þar ert þú númer eitt.
Öllu máli skiptir að endurhæfingin þín gangi vel. Við fylgjumst með þér allan tímann fram að útskrift. Og við fylgjum þér eftir.
Hafðu samband við okkur hjá Gáska og við finnum rétta farveginn með þér. Þú getur sent okkur tölvupóst eða hringt í okkur í síma 568 9009
Hér getur þú leitað upplýsinga um stöðu COVID-19 og viðbrögð Gáska sjúkraþjálfunar á hverjum tíma.
Since 1988, the goal has been to support, empower and guide clients to a better life.
Ef þú vilt að bóka nýjan tíma, hringdu í okkur í síma 568 9009