Það getur verið mjög árangursríkt að gefa því gaum hvað við erum að fara fram á við stoðkerfið okkar í vinnunni. Mögulega er heilsubót fólgin í smávægilegum breytingum á vinnuaðstæðum hjá þér. Í samtali við sjúkraþjálfara getur þú komist að því hvernig fólk í þinni stöðu hefur getað létt á daglegu og uppsöfnuðu álagi á stoðkerfið. Með því að kortleggja hvar þú misbeitir þér í vinnunni og velja betri hreyfilausnir má létta mikið á álagseinkennum.
Mögulega vilt þú fá sjúkraþjálfara í heimsókn á vinnustaðinn þinn, fá fræðslu og úttekt á vinnuaðstæðum? Vinnuvernd er fyrirtæki sem býður fjölbreytta heilsutengda þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Ein algengasta birtingarmynd festumeina eða álagsmeina í sin er það sem í daglegu tali er kallað “tennisolbogi”. Einhæft álag tengt músanotkun hjá fólki sem vinnur við tölvu er oft orsakavaldur. Festumein þurfa ekki alltaf að vera það alvarleg að leita þurfi sjúkraþjálfara, en þegar meinið er orðið langvarandi þarf oft sérsniðna æfinga- og einkennameðferð í samstarfi við sjúkraþjálfara til að komast yfir versta hjallann og af stað í átt að bata.
Í dag miðast svo margt við notkun skjáa, og það er áskorun fyrir okkur öll að ætla að forðast óæskileg áhrif mikillar skjánotkunar á stoðkerfið. Stoðkerfið er hannað til hreyfingar og síður kyrrstöðu. Við höldum heilsu í stoðkerfinu með hæfilegri, reglulegri hreyfingu, bæði yfir daginn og til lengri tíma litið. Það reynist mörgum áskorun að samræma þessa staðreynd valkvæðri eða vinnutengdri skjánotkun.
Örar tækninýjungar gera börnum og unglingum sífellt auðveldara fyrir að festast í kyrrsetumynstri. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar eyða að meðaltali 2-3 klukkutímum á dag fyrir framan tölvu- eða sjónvarpsskjá og öðru eins í snjallsíma.
Röng líkamsstaða þegar dvalið eða unnið er löngum stundum í tölvum eða öðrum snjalltækjum getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér til styttri og lengri tíma í stoðkerfi og sál. Ein besta leiðin til að forðast slíkar afleiðingar er að huga að skynsamlegri nálgun í skjátíma. Hér er góð vísa aldrei of oft kveðin - en allt er gott í hófi. Nútíminn kallar á notkun skjáa, og með því að halda reglulegri, styrkjandi hreyfingu í lífsstíl okkar sköpum við rými fyrir skjánotkun án þess að það þurfi að valda usla í stoðkerfinu.
Þá er fræðsla og þjálfun í réttri líkamsstöðu og líkamsbeitingu lykilatriði í þessari jafnvægisgöngu - þetta er það sem þú byrjar að iðka og beita í samstarfi við sjúkraþjálfarann þinn. Þarna förum við yfir lykilhugtök eins og Skjáhæð, fjarlægð frá skjá, birtustig skjás, stilling á stól, rétt setstaða. Auk þess felur meðferð hjá sjúkraþjálfara m.a. Í sér:
Til að einfalda skrefin og auðvelda ástundun er gott að vita sitthvað um undirbúning, ferlið og eftirleikinn. Við hjálpum þér alla leið.
Ekki þarf beiðni frá lækni fyrir fyrstu sex meðferðartímunum. Ef um lengri meðferð er að ræða þarf beiðni frá lækni.
Undirbúningur er mikilvægur. Í upphafi spáum við vel í spilin með þér og finnum síðan bestu leiðina að bata.
Meðferðin fer svo fram í samstarfi við sjúkraþjálfara Gáska. Þar ert þú númer eitt.
Öllu máli skiptir að endurhæfingin þín gangi vel. Við fylgjumst með þér allan tímann fram að útskrift. Og við fylgjum þér eftir.
Hafðu samband við okkur hjá Gáska og við finnum rétta farveginn með þér. Þú getur sent okkur tölvupóst eða hringt í okkur í síma 568 9009
Hér getur þú leitað upplýsinga um stöðu COVID-19 og viðbrögð Gáska sjúkraþjálfunar á hverjum tíma.
Since 1988, the goal has been to support, empower and guide clients to a better life.
Ef þú vilt að bóka nýjan tíma, hringdu í okkur í síma 568 9009