„Vöðvabólga” er að vissu leyti rangnefni. Ástandið er ekki náttúrulegt og æskilegt gróandaferli eins og sú bólga sem við sjáum í kjölfar þess þegar við t.d. tognum. Ástandið „vöðvabólga” felur frekar í sér síspennuástand á vöðvunum sem veldur skertu blóðflæði til þeirra.
Vöðvabólga er stundum af völdum aukinnar kyrrstöðu, miður góðrar líkamsstöðu, eða jafnvel af völdum endurtekinna, einhæfra hreyfinga yfir langan tíma. Hún fylgir frekar lífsstíl sem einkennist af mikilli kyrrstöðu, sér í lagi (en ekki einungis) í sitjandi stöðu. Einnig veldur ákveðin líkamsbygging aukinni áhættu á vöðvabólgu í hálsi og herðum, eins og aukin sveigja á brjóstbaki, eða framstætt höfuð.
Auk einkennameðferðar hjá sjúkraþjálfara sem getur minnkað einkenni þín tímabundið er mikilvægast að þú, í samstarfi við sjúkraþjálfara, komist af stað í æfingamiðaða meðferð, ekki síst til að minnka tilhneigingu þína til vöðvabólgu til langs tíma litið. Þú lærir að auka blóðflæði um svæðið sjálf(ur). Langbesta leiðin til að tækla tilhneigingu til vöðvabólgu eru æfingar og leiðrétting á ávanabundinni líkamsstöðu.
Til að einfalda skrefin og auðvelda ástundun er gott að vita sitthvað um undirbúning, ferlið og eftirleikinn. Við hjálpum þér alla leið.
Ekki þarf beiðni frá lækni fyrir fyrstu sex meðferðartímunum. Ef um lengri meðferð er að ræða þarf beiðni frá lækni.
Undirbúningur er mikilvægur. Í upphafi spáum við vel í spilin með þér og finnum síðan bestu leiðina að bata.
Meðferðin fer svo fram í samstarfi við sjúkraþjálfara Gáska. Þar ert þú númer eitt.
Öllu máli skiptir að endurhæfingin þín gangi vel. Við fylgjumst með þér allan tímann fram að útskrift. Og við fylgjum þér eftir.
Hafðu samband við okkur hjá Gáska og við finnum rétta farveginn með þér. Þú getur sent okkur tölvupóst eða hringt í okkur í síma 568 9009
Hér getur þú leitað upplýsinga um stöðu COVID-19 og viðbrögð Gáska sjúkraþjálfunar á hverjum tíma.
Frá árinu 1988 hefur markmiðið verið að styðja, efla og leiðbeina skjólstæðingum til betra lífs.
Ef þú vilt að bóka nýjan tíma, hringdu í okkur í síma 568 9009