Gáski sjúkraþjálfun: 568 9009 • Þönglabakka 1, 109 Reykjavík • Bolholti 8, 105 Reykjavík • afgreidsla@gaski.is

Viðbrögð við Covid-19

Viðbrögð við Covid-19

Kæru viðskiptavinir Gáska.

Vegna Koronaveirunnar (COVID-19) þurfum við að gæta okkar vel á næstunni og passa upp á hreinlætið og hvert annað. Við óskum eftir að viðskiptavinir Gáska taki þátt í því með okkur að hefta útbreiðslu faraldursins og hugsi vel um heilsufar sitt og annarra. Ef einhverjir finna fyrir einkennum smits eða hafa umgengist smitaða einstaklinga biðlum við til þeirra að halda sig heima þar til einkenni eru horfin eða ljóst er að ekki er um smit að ræða.
Til að mæta þessu hefur Gáski tekið upp örari þrif á snertiflötum og aukið aðgengi að spritti til handþvotta fyrir viðskiptavini. Einnig bjóðum við viðskiptavinum okkar að þurrka af æfingatækjum fyrir og eftir notkun. Starfsmenn Gáska fylgja „Leiðbeiningum til sjálfstæðra fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu“ vegna COVID-19 frá Embætti landlæknis.

  • Helstu þættir sem viðskiptavinir okkar ættu að hafa í huga til að forðast smit og dreifingu smits er:
  • Ef þú finnur fyrir flensueinkennum (hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta) þá vinsamlega afboðaðu tímann þinn og haltu þig heima þar til einkenni hverfa.
  • Ef grunur um COVID-19 smit þá hringdu í síma 1700, en þar er svarað fyrirspurnum og veitt ráðgjöf allan sólarhringinn. Í neyðartilfellum hringið í 112 en munið að tilgreina grun um COVID-19.
  • Leggja áherslu á handþvott og notkun handspritts.
  • Hósta eða hnerra í einnota pappír eða í olnbogabót, ekki á berar hendur, nota handþvott og handspritt á eftir.
  • Forðumst að heilsast með handabandi eða knúsa hvert annað.
  • Nota handspritt fyrir og eftir að hafa snert hluti sem aðrir snerta t.d. æfingatæki, pennar, posar, salerni, vaskar, kranar, hurðarhúnar, o.fl.
  • Forðastu að snerta andlit með höndum nema að hafa þvegið þær og sprittað fyrst.

 

Sjá frekari upplýsingar um COVID-19 á heimasíðu landlæknis www.landlaeknir.is

Takk fyrir tillitssemina
Starfsfólk Gáska

is_IS

Skrá á biðlista?

Þarftu afbóka tíma?

Ef þú vilt að bóka nýjan tíma, hringdu í okkur í síma 568 9009

Viltu panta símtal?