Gáski sjúkraþjálfun: 568 9009 • Þönglabakka 1, 109 Reykjavík • Bolholti 8, 105 Reykjavík • afgreidsla@gaski.is
Svið meðferðar: Sjúkraþjálfun

Íþróttaskaðar

Endurhæfing íþróttafólks er viðkvæmur jafnvægisgangur þar sem við gætum fyllsta öryggis…

Endurhæfing íþróttafólks er viðkvæmur jafnvægisgangur þar sem við gætum fyllsta öryggis í takt við brýna þörf og ósk skjólstæðings um að komast aftur til keppni. Í Gáskateyminu starfa tveir sérfræðingar íþróttasjúkraþjálfun sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði (sjá umfjöllun um Árna Árnason og Unni Sædísi Jónsdóttur. Tækjasalur Gáska býður upp á aðstæður til sérsniðinna æfinga sem tryggja eins skjóta og hnitmiðaða endurhæfingu og kostur er.

Óstöðugleiki / styrkmisvægi í fótleggjum er lævís, óvelkominn gestur í stoðkerfi íþróttafólks og annarra. Þessi vágestur er alloft undanfari breiðrar flóru algengra álagsmeina í hnjám og skaða eins og krossbanda- og annarra liðbandaslita í hnjám.

Samvinna við sjúkraþjálfara er gríðarlega stór þáttur í forvörnum hjá líkamlega virkum aðilum eins og íþróttafólki, sem oft getur talist í auknum áhættuflokki til að hljóta stoðkerfisskaða. Að sama skapi er aðkoma og félagsskapur sjúkraþjálfara í endurhæfingu eftir bæklunaraðgerðir alger lykilþáttur í vel heppnaðri og skjótri endurhæfingu.

 

Hásinaslit

Hefðbundin meðferð (án aðgerðar)  vegna hásinaslita felst í því að hásinin er fest  í styttri stöðu með notkun gifs og gönguspelku í 8 vikur. Í kjölfarið á þeim 8 vikum er haldið áfram að hlífa sininni við ofaukinni lengingu og álagi, samhliða því að uppbygging hennar hefst. Hér er aðkoma sjúkrajálfara gríðarlega mikilvæg, m.a. Vegna aukinnar hættu á endursliti eða misvægis á hlutfalli lengdar og styrks í sininni sem er að myndast. Þegar allt gengur vel telst endurhæfingu lokið 6 mánuðum eftir skaða.

 

Ökklatognanir

Ökklatognanir hvimleiður vandi íþróttafólks og annarra. Þegar í ógöngur er ratað er mikilvægt að byggja upp skyn- og vöðvaþátt þess að halda jafnvægi.  Við byggjum upp stigvaxandi getu ökklans til að halda jafnvægi og framkvæma flóknar færniþrautir, allt í samræmi við kröfur íþróttagreinarinnar til ökklans. Leyfðu fagfólki að tryggja þér árangur í endurhæfingu - það er bæði skemmtilegra, öruggara og kemur þér sem fyrst aftur á völlinn.

Að hefja sjúkraþjálfun

Til að einfalda skrefin og auðvelda ástundun er gott að vita sitthvað um undirbúning, ferlið og eftirleikinn. Við hjálpum þér alla leið.

1. Beiðni frá lækni?

Ekki þarf beiðni frá lækni fyrir fyrstu sex meðferðartímunum. Ef um lengri meðferð er að ræða þarf beiðni frá lækni.

2. Skoðun sjúkraþjálfara

Undirbúningur er mikilvægur. Í upphafi spáum við vel í spilin með þér og finnum síðan bestu leiðina að bata.

Meðferð/endurhæfing

Meðferðin fer svo fram í samstarfi við sjúkraþjálfara Gáska. Þar ert þú númer eitt.

Útskrift

Öllu máli skiptir að endurhæfingin þín gangi vel. Við fylgjumst með þér allan tímann fram að útskrift. Og við fylgjum þér eftir.

Hafðu samband við okkur hjá Gáska og við finnum rétta farveginn með þér. Þú getur sent okkur tölvupóst eða hringt í okkur í síma 568 9009

Fáðu aðstoð!

Móttökuritarinn okkar, hún Björg getur gefið hagnýtar upplýsingar varðandi tímabókun.
568 9009
is_IS

Skrá á biðlista?

Þarftu afbóka tíma?

Ef þú vilt að bóka nýjan tíma, hringdu í okkur í síma 568 9009

Viltu panta símtal?