Hreiðar Haraldsson er með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.
Frá útskrift hefur Hreiðar unnið með fjölda íþróttamanna úr ýmsum íþróttagreinum að því að auka þeirra andlega styrk og hjálpa þeim að yfirstíga sálfræðilegar áskoranir íþróttaiðkunar.
Auk vinnu með einstaklingum hefur Hreiðar haldið fjölmarga fræðslufyrirlestra fyrir hópa um andlega þætti hvers kyns árangurs.
Í ljósi þeirrar vitundarvakningar sem orðið hefur á síðustu misserum um mikilvægi þess að hlúa vel að andlegu hliðinni samhliða íþróttaiðkun og líkamsrækt erum við hjá Gáska stolt af því að geta boðið okkar viðskiptavinum upp á hágæða íþróttasálfræðiþjónustu.
Frá árinu 1988 hefur markmiðið verið að styðja, efla og leiðbeina skjólstæðingum til betra lífs.
Ef þú vilt að bóka nýjan tíma, hringdu í okkur í síma 568 9009