Er ég með grindargliðnun? Á mér að líða svona í stoðkerfinu á meðgöngu?
Þessi tími getur valdið okkur öllum ringulreið og jafnvel kvíða sem hægt er að minnka með lausnarmiðuðu spjalli við aðila sem þekkir til. Meðal sjúkraþjálfara Gáska eru fagaðilar sem hafa sérhæft sig í að tækla áskoranir tengdar meðgöngu, fæðingu og meðferð við kvillum eftir meðgöngu. Það er mikilvægt að þér líði sem best á meðan þú ert að venjast hlutverki nýs / verðandi foreldris.
Breið flóra grindareinkenna hrjá sumar konur að einhverju leyti á meðgöngunni, en svara oft meðferð. Meðferð, ráðgjöf og fræðsla sjúkraþjálfara vegur þungt og skilar sér í auknum skilningi þínum og getu á hvernig þú getur haldið heilsu sem best fyrir og eftir fæðingu.
Meðgöngusund hefur reynst mörgum konum vel á meðgöngu. Meðgöngusund býður upp á sérsniðna leikfimitíma fyrir konur á meðgöngu. Tímarnir eru undir handleiðslu sjúkraþjálfara og hafa notið mikilla vinsælda. Hér geturðu lesið þér til um það sem er í boði hjá Meðgöngusundi.
Hvað er til ráða? Virka þessar grindarbotnsæfingar eitthvað? Þarf ég að fara í einhverja aðgerð? Verð ég alltaf svona? Komdu og hittu sérhæfða sjúkraþjálfara sem geta hjálpað þér að komast til botns í því hvað þú getur gert til að ná betri heilsu.
Til að einfalda skrefin og auðvelda ástundun er gott að vita sitthvað um undirbúning, ferlið og eftirleikinn. Við hjálpum þér alla leið.
Ekki þarf beiðni frá lækni fyrir fyrstu sex meðferðartímunum. Ef um lengri meðferð er að ræða þarf beiðni frá lækni.
Undirbúningur er mikilvægur. Í upphafi spáum við vel í spilin með þér og finnum síðan bestu leiðina að bata.
Meðferðin fer svo fram í samstarfi við sjúkraþjálfara Gáska. Þar ert þú númer eitt.
Öllu máli skiptir að endurhæfingin þín gangi vel. Við fylgjumst með þér allan tímann fram að útskrift. Og við fylgjum þér eftir.
Hafðu samband við okkur hjá Gáska og við finnum rétta farveginn með þér. Þú getur sent okkur tölvupóst eða hringt í okkur í síma 568 9009
Hér getur þú leitað upplýsinga um stöðu COVID-19 og viðbrögð Gáska sjúkraþjálfunar á hverjum tíma.
Frá árinu 1988 hefur markmiðið verið að styðja, efla og leiðbeina skjólstæðingum til betra lífs.
Ef þú vilt að bóka nýjan tíma, hringdu í okkur í síma 568 9009