Kæru viðskiptavinir Gáska.
Vegna Koronaveirunnar (COVID-19) þurfum við að gæta okkar vel á næstunni og passa upp á hreinlætið og hvert annað. Við óskum eftir að viðskiptavinir Gáska taki þátt í því með okkur að hefta útbreiðslu faraldursins og hugsi vel um heilsufar sitt og annarra. Ef einhverjir finna fyrir einkennum smits eða hafa umgengist smitaða einstaklinga biðlum við til þeirra að halda sig heima þar til einkenni eru horfin eða ljóst er að ekki er um smit að ræða.
Til að mæta þessu hefur Gáski tekið upp örari þrif á snertiflötum og aukið aðgengi að spritti til handþvotta fyrir viðskiptavini. Einnig bjóðum við viðskiptavinum okkar að þurrka af æfingatækjum fyrir og eftir notkun. Starfsmenn Gáska fylgja „Leiðbeiningum til sjálfstæðra fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu“ vegna COVID-19 frá Embætti landlæknis.
Sjá frekari upplýsingar um COVID-19 á heimasíðu landlæknis www.landlaeknir.is
Takk fyrir tillitssemina
Starfsfólk Gáska
Frá árinu 1988 hefur markmiðið verið að styðja, efla og leiðbeina skjólstæðingum til betra lífs.
Ef þú vilt að bóka nýjan tíma, hringdu í okkur í síma 568 9009