Tímarnir verða í sundlaug Sjálfsbjargarhússins, Hátúni 12.

Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 12:05-12:45.

Kennari er Unnur Bryndís Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Gáska sjúkraþjálfun og HL – stöðinni. Unnur hefur einnig kennt vatnsleikfimi hjá Meðgöngusundi sf og Gigtarfélaginu.

Hægt er að byrja hvenær sem er í leikfiminni. Við bjóðum upp á þrenns konar kort, eingöngu er hægt að kaupa ákveðin tímabil. Við bjóðum upp á frían prufutíma í upphafi, skráning í prufutíma fer fram á netfangi okkar gaskileikfimi@gmail.com Kortin má leggja inn einu sinni á tímabilinu en lengst í tvo mánuði í senn. Ekki er boðið upp á endurgreiðslu þátttökugjalds.

Kortin getur þú keypt hér á vefnum. Þú verður flutt/ur yfir á örugga greiðslusíðu Korta til að ganga frá greiðslu.

Tímabil Verð
4 vikur 14.000 kr.
8 vikur 26.000 kr.
12 vikur 36.000 kr.

Þjálfun í vatni er frábært alhliða æfingaform sem hentar fólki vel með vandamál frá vöðvum og liðum. Æfingar í vatni minnka verkjaupplifun, styrkja vöðva og auka þol. Í vatninu er líkaminn léttari og álag á liðamót er minna. Vatnsleikfimi hefur góð áhrif á líkamann þar sem blóðþrýstingur rís ekki eins hátt undir álagi og þrýstingur vatnsins minnkar bjúg í líkamanum. Einnig eru litlar líkur á meiðslum við þjálfun í vatni.

Skilmálar

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Greiða á fyrirfram fyrir námskeiðið. Ekki er boðið upp á endurgreiðslu þátttökugjalds.
Gáski áskilur sér allan rétt til breytinga á og/eða að fella niður áður auglýsta tíma ef ekki er næg þátttaka.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem
kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki
afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.