Æfingasalursjukraþjalfun3

Í Gáska er rúmgóður og vel búinn æfingasalur. Hann nýtist þeim
sem eru í meðferð hverju sinni en einnig getur fólk keypt sér
æfingakort án þess að vera í sjúkraþjálfun. Sjúkraþjálfari eða
íþróttakennari leiðbeinir og aðstoðar við uppsetningu
æfingaáætlunar og framkvæmd æfinga. Unnt er að bóka tíma
hjá sjúkraþjálfara og fá ráðgjöf.

Opnunartími

sjukraþjalfun2

8-18 mándag – föstudags. Lokað um helgar.

Einkaþjálfun

Gáski – sjúkraþjálfun var með þeim fyrstu til að bjóða
einkaþjálfun hér á landi. Frá upphafi hefur öll þjálfun verið miðuð
við þarfir hvers viðskiptavinar og er enn. Þeir sem óska eftir
einkaþjálfun fá viðbótarþjónustu s.s. mælingar og aukið eftirlit.

Áhersla er lögð á fleiri þætti en þyngd og ummáli, m.a.:

* Markvissa einstaklingsbundna þjálfun
* Áherslu á líkamsstöðu og rétta framkvæmd æfinga
* Mælingar á líkamsástandisjukraþjalfun5
* Ráðgjöf um fæðuval
* Eftirlit með ástundun og árangri
* Reglulegt endurmat á markmiðum

Mælingar og eftirlit

Gáski býður einstaklingum og fyrirtækjahópum upp á mælingar á
líkamsástandi. Eftirfarandi mælingar standa til boða:

· Þolpróf
· Fituhlutfall
· Blóðþrýstingur
· Skoðun sjúkraþjálfara

salurSlide