Það er ótrúlegt hvernig  sumt fólk breytist þegar það sest upp í bíl.  Það fer úr því að vera flott og tignarlegt í að vera algjör rækja.  Við að sitja í bíl, þá hættir mörgum til að fara í rækjustöðu með bakið.

rækjaEf hálsinn ætti að vera beinn á sama tíma þá myndi maður ekki sjá fram fyrir bílinn heldur horfa beint niður í gólf.  Til þess að horfa fram á veginn í rækjustöðu þá þarf maður að  „keyra“  hökuna fram og upp og sveigir þá í raun höfuðið aftur.

Ef þú prufar að sitja í rækjustöðu og sveigir svo höfuðið aftur til að horfa fram, stendur svo upp án þess að breyta stöðunni á hálsinum þá áttar þú þig hvað ég er að tala um, þú horfir upp í loft.

Þegar þú ert rækja þá veldur sú staða alveg gríðarlegu álagi á hálsliðina. Það þrengir að æðum og taugum þannig að vöðvar og liðir eru sveltir af nauðsynlegum næringarefnum, úrgangsefni komast ekki nægilega vel burt og taugaboð berast illa.  Höfuðkúpan liggur sem slitti á efstu hálsliðunum og það eykur líkur á verkjum í hálsi og höfði.

Réttu því úr þér þannig að hálsinn sé langur.  Hvirfillinn á að vera í hæðstu stöðu og hakan á ekki að fara langt frá bringubeininu.  Ekki mikið meira bil en handabreidd þín .  Ég skora á þig, næst þegar þú ert á rauðu ljósi, að kíkja inn í næsta bíl og skoða stöðu bílstjórans.  Láttu því ekki nappa þig í rækjustöðu  því hún er glötuð, og réttu úr þér.  Ekki bara fyrir þig heldur líka fyrir mig.

Sveinn Sveinsson sjúkraþjálfari MTc  Gáski ehf .

Tagged on: