Sem hluti af átakinu Heilsueflandi Breiðholt ætlar Gáski sjúkraþjálfun að bjóða uppá líkamsstöðugreiningu og fræðslu í því hvernig fyrirbyggja má vöðva vandamál í baki og hálsi vegna tölvu/símanotkunar.

Örar tækninýjungar gera börnum og unglingum sífellt auðveldara fyrir að festast í kyrrsetumynstri. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar eyða að meðaltali 2-3 klukkutímum á dag fyrir framan tölvu- eða sjónvarpsskjá og öðru eins í snjallsíma. Röng líkamsstaða þegar unnið er löngum stundum í tölvum eða öðrum snjalltækjum getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér til styttri og lengri tíma bæði á líkama og sál. Besta leiðin til að forðast slíkar afleiðingar er að huga að líkamsstöðu og líkamsbeitingu og gildir í þeim efnum sem og svo mörgum öðrum, því fyrr því betra.