Kæru viðskiptavinir

Vegna COVID-19 faraldursins og tilmæla sóttvarnalæknis verður skert opnun í Gáska frá og með 25.03.20. Opið verður í Gáska Bolholti 8 virka daga frá kl. 8:00-12:00, en lokað á starfsstöðvum okkar í Mjódd og Ármúla. Lokað verður í tækjasal í Bolholti. Aðeins verður unnið með bráðatilfelli og þá sem nauðsynlega þurfa á þjónustu okkar að halda, þar með talið skoðun, greiningu og ráðgjöf í einn tíma ef þörf er á.

Símsvörun verður virka daga frá kl. 8:00-12:00 í síma 568-9009. Hægt að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@gaski.is sem verður svarað á opnunartíma. Einnig er hægt að óska eftir að sjúkraþjálfarar hringi.

Kær kveðja,

Starfsfólk Gáska